131. löggjafarþing — 109. fundur,  13. apr. 2005.

Athugasemd.

[13:21]

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Herra forseti. Ég vildi aðeins upplýsa að það liggur fyrir fyrirspurn til þingsins um þetta sama mál sem ég er beðinn um að svara. Það liggur líka fyrir fyrirspurn um skýrslu sem ég hef líka upplýst hér. Er það sem sagt orðið þannig að lagðar eru fyrirspurnir fyrir þingið og maður tekur sér einhvern tíma í að undirbúa svör við þeim en getur síðan búist við að spurt sé um þær á hverjum degi þar að auki í upphafi þingfundar? Þannig er þetta orðið, hæstv. forseti. Ég held að það sé kominn tími til að menn komi einhverjum skikk á þessa hluti í þinginu.