138. löggjafarþing — 109. fundur,  20. apr. 2010.

starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda.

558. mál
[17:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta frumvarp lætur lítið yfir sér og athugasemdirnar eru fátæklegar. Mig langar til að spyrja — ég ætla nú að fara í ræðu um málið á eftir og bið forseta að setja mig á mælendaskrá — mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra að því hvað þýðir „svo ná megi þeim markmiðum sem þar koma fram“, hvaða markmið eru það og af hverju er þetta ekki sagt í frumvarpinu? Líka það sem hæstv. ráðherra sagði um að dómstólar telji að taka þurfi fram í lögum hvað falli undir þessa greiðsluskyldu.