143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[13:59]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi fjármagnið sem rennur inn í lífeyrissjóðina eru þau sitt hvorum megin við 20% markið, fyrir neðan á almennu sjóðunum en í opinbera kerfinu geturðu farið yfir 20% ef þú nýtir þér séreignarsparnaðinn.

Hvaða aðrar leiðir hægt er að fara til að draga úr lífeyrissjóðunum sem ég tel vera orðna of stóra — ekki fara peningarnir mínir sem ég er að leggja til hliðar og vinn fyrir einn dag í viku, mér finnst þeir ekki endilega fara til þeirra verkefna sem ég gjarnan vildi, samfélagslegra verkefna. Já, ég hef sett fram hugmyndir um það að við endurskoðum kokteilinn, samsetninguna á greiðslum til lífeyrissparnaðar, annars vegar í gegnum almannatryggingar og hins vegar í gegnum sjóðina. Drögum úr vægi sjóðanna, eflum að nýju almannatryggingakerfið. Ég hef talað fyrir því í nokkrum blaðagreinum, lagt fram sem hugmyndir, að hluti af auðlindarentunni (Forseti hringir.) verði látinn renna stöðugt inn í almannatryggingakerfið.