149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:57]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það er alveg hárrétt, hv. þingmaður, þetta snýst ekki um að Miðflokkurinn standi hér og veifi sínu eigin flaggi, ekki á nokkurn hátt og í mínum huga er þetta ekki málþóf, vegna þess að þrátt fyrir að Miðflokksmenn hafi staðið hér og rætt málið dögum og nóttum saman hafa þeir engu að síður mætt til sinna starfa í nefndum og unnið þar af heilindum með meirihluta- og minnihlutaflokkum að því að reyna að klára mál og afgreiða til þess að þinghald geti haldið áfram. En það virðist ekki duga. Það skiptir greinilega ekki máli þótt við leggjum okkur alla fram í því. Þetta skal í gegn með góðu eða illu.