150. löggjafarþing — 109. fundur,  28. maí 2020.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

843. mál
[14:30]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við erum að vinna skilyrðin samhliða og ég veit ekki betur en að það sé sjálfsagt að kynna skilyrðin eins og þau standa núna fyrir nefndinni í þinglegri meðferð. Við viljum auðvitað ekki að freistnivandi eða hagsmunaárekstrar séu til staðar. Ég vil bara að gagnsæið sé eins mikið og kostur er, að það liggi bara fyrir hvers vegna við erum að gera þetta, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og að stjórn NSA sé ekki að taka það fyrir vegna þess að fyrirtæki í eignasafni NSA geta verið að óska eftir láni. Þá verða það mögulega hagsmunir stjórnar að veita ákveðin lán. Þess vegna erum við að taka það til hliðar en felum Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins þessa umsýslu af því að það er það stoðkerfi sem er til staðar, til þess líka að nýta það stoðkerfi sem er til og til þess að fara vel með fé svo að það nýtist að sem mestu leyti fyrirtækjum í vanda.