151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

skýrsla um leghálsskimanir o.fl.

[13:57]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil bara taka undir það sem fram hefur komið hér. Ég á eina beiðni um skýrslu sem átti að koma í síðustu viku og kannski von á henni í þessari viku. Ég veit það ekki. Hún er samt komin þrjá mánuði fram yfir tímann þannig að maður er farinn að verða hálfvonlaus um að hún skili sér fyrir þinglok. Ég vil líka taka undir það að fá ráðherra fyrir velferðarnefnd eins og félags- og barnamálaráðherra með fjögur mál þar inni. Að hann vilji ekki mæta til þess að við getum spurt hann er eiginlega óskiljanlegt. Líka í sambandi við skimanir fyrir leghálskrabbameini, að ráðherra heilbrigðismála komi og svari þar líka. Það er ekki spurning. Ég hef aldrei getað trúað því að það væri hægt að neita, að ráðherrar gætu hreinlega neitað að mæta fyrir velferðarnefnd.