Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 109. fundur,  16. maí 2023.

Störf þingsins.

[14:05]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vekur nú athygli á því að ef þingmenn nota ræðutíma sinn í störfum þingsins til að beina einhverju til annarra þingmanna sem kallar á viðbrögð, spurningu eða öðru, þá er eðlilegt að gefa viðkomandi þingmanni það til kynna fyrir fram þannig að viðkomandi þingmaður geti brugðist við. Það er ekki óvanalegt að í störfum þingsins bregðist þingmenn við einhverju sem fram hefur komið áður hér í umræðum í þinginu eða í fjölmiðlum eða annars staðar, en ef boltanum er skotið til baka með einhverjum slíkum hætti er mælst til þess að þingmenn láti viðkomandi þingmann vita sem orðum er beint til.