Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 109. fundur,  16. maí 2023.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

[14:09]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir þær athugasemdir sem komu fram í máli hæstv. forseta. Þau orð sem hér voru látin falla í gær af hálfu formanns Samfylkingarinnar eiga sér auðvitað þær skýringar að hæstv. fjármálaráðherra hvarf af dagskránni rétt áður en þingfundur hófst. Þetta er auðvitað eitthvað sem þarf að passa betur upp á.

Annars vil ég bara geta þess, vegna þess að mér sýnist að hv. þingmenn stjórnarliðsins ætli allir að beina orðum að þingmanni sem er fjarverandi, að hv. þm. Kristrún Frostadóttir er fjarverandi einmitt vegna þess að hún er að eiga samskipti við þjóðarleiðtoga í þessum töluðu orðum. Það er nú ástæðan fyrir því að hún er ekki hér. En mér finnst athyglisvert hvernig þingmenn stjórnarliðsins stökkva upp á nef sér og gera einmitt orrahríð að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig hér.