133. löggjafarþing — 11. fundur,  12. okt. 2006.

ný framtíðarskipan lífeyrismála.

3. mál
[16:13]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þær tillögur sem þarna liggja fyrir og eru afrakstur yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara eru tillögur sem unnið hefur verið að í rúmlega ár undir styrkri stjórn Ásmundar Stefánssonar og þarna er um að ræða mjög merkilegt samkomulag. Já, ég er ánægð með það samkomulag að því leyti að við erum að verja þarna 12 milljörðum, virðulegur forseti, til aukningar og bættrar þjónustu.