154. löggjafarþing — 11. fundur,  9. okt. 2023.

Boðun forsætisráðherra á opinn fund um réttindi flóttafólks.

[15:10]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P):

Forseti. Ég vil taka undir orð hv. þingmanna Björns Leví Gunnarssonar, Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Halldóru Mogensen. Við er náttúrlega komin í ákveðið klandur. Við erum með málaflokk sem heyrir undir marga ráðherra. Ég hef svona almennt álitið forsætisráðherra vera verkstjóra ríkisstjórnarinnar. Þannig ætti það vel að geta verið eðlilegt að fá forsætisráðherra til að tala í þessari nefnd um málaflokk sem þó heyrir undir hana, sem eru mannréttindi. Við erum að tala um mikla neyð, við erum að tala um erfiðleika sem blasa við og það er bara fullt erindi til að fá úr þessu skorið og að við í stjórnarandstöðunni getum sinnt okkar eftirlitshlutverki, að það séu ekki settar svona hindranir.