138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu.

11. mál
[20:14]
Horfa

Guðrún Erlingsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er til umræðu þingsályktunartillaga um afturköllun á ákvörðun hæstv. umhverfisráðherra um Suðvesturlínu. Ótti og óþolinmæði Suðurnesjamanna er skiljanleg, sérstaklega í ljósi þess ógnaratvinnuleysis sem ríkir á svæðinu og eykst ef ekkert verður að gert. Í slíku atvinnuleysi hafa Suðurnesjamenn litla biðlund og vilja úrræði strax. Ég treysti því að hæstv. umhverfisráðherra leggi sitt af mörkum til að tryggja nauðsynlega uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum.