143. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2013.

fjarvera forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:34]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Í ljósi orða hv. þm. Helga Hjörvars langar mig að segja nokkur orð. Það vill þannig til að í þessari ríkisstjórn eru ráðherrar hennar nokkuð sjálfstæðir í eigin störfum og þurfa ekki á sama hátt og síðasta ríkisstjórn að hafa verkstjóra til að segja sér fyrir verkum. Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar eru nokkuð sjálfstæðir í eigin störfum og þó að forsætisráðherra sé upptekinn á fundum eða við störf annars staðar en í þinghúsinu starfar ríkisstjórnin ágætlega, virðulegur forseti.