149. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2018.

uppsögn tollasamnings um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið.

22. mál
[17:32]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. framsögumanni hið fyrra svar. Ég geymi mér efnislegar umræður um þessa tillögu þangað til ég fæ að komast hér í ræðu um hana; ég ætla að taka þátt í þeim umræðum. En efnislega segir líka í þessari tillögu að ekki hafi verið gerð áhrifagreining á samningum, þeim áhrifum sem hann hefur. Ég spyr líka hv. þingmann: Á hverra ábyrgð ætli það hafi verið að gera slíka áhrifagreiningu? Ég er alveg sammála því að það átti að gera hana. Hún var ekki gerð. En hver skyldi nú hafa borið ábyrgð á því? Kannski þeir sem gerðu þennan samning, virðulegi þingmaður?