154. löggjafarþing — 11. fundur,  9. okt. 2023.

breyting á ýmsum lögum í þágu barna.

240. mál
[17:36]
Horfa

Elva Dögg Sigurðardóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Nú vitum við hvernig þjónustan er í kerfinu þegar biðlistarnir eru langir og marga vantar aðstoð og þegar klippt er af þjónustu ungmennis með svona afgerandi hætti getur það aukið á kvíða og vanlíðan sem getur haft keðjuverkandi áhrif. Ég bara fagna því svörum hér en vona að það verði lögð enn meiri áhersla á þetta.