139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

nálgunarbann og brottvísun af heimili.

706. mál
[18:33]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Til að skýra betur óljósan málflutning minn áðan í þessu efni er það alveg rétt sem hv. þingmaður bendir á að verið er að innleiða í lög að heimilt sé að fjarlægja einstakling eða halda honum frá heimili ef hann hefur framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði fólks eða raunveruleg hætta er talin steðja af honum, það er hugsunin. Síðan taka við önnur ferli til að skera úr um hvort brot eða glæpsamlegt athæfi hafi verið framið. Það væri með hliðsjón af því sem hugsanleg meðferðarúrræði kæmu til álita því að þau yrðu ekki dæmd nema á grundvelli niðurstöðu í sakamáli.