150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[20:09]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er algerlega rangt að við séum að leggja áherslu á fyrirtæki en ekki launamenn. Í upphafi var það hlutabótaleiðin sem framlengdi ráðningarsambandið og með því að bjóða upp á styrki í uppsagnarfresti geta fyrirtækin staðið við launagreiðslur í frestinum og þá fer fólk aftur úr 90% upp í 100% laun. Vonandi getur það orðið til þess að fyrirtæki geti ráðið aftur þá starfsmenn áður en til uppsagna kemur. Til þess er leikurinn gerður. Ef sú leið hefði ekki komið til hefði fjöldi fyrirtækja til viðbótar farið í gjaldþrot, launamaðurinn hefði misst vinnuna og þurft að bíða í lengri tíma eftir bótum úr Ábyrgðasjóði launa og allt það. Þannig að það stenst bara ekki að (Forseti hringir.) halda svona löguðu fram.