150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður laun.

813. mál
[21:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg):

Ég mæli hér fyrir breytingartillögu á þskj. 1567 við breytingartillögu á þskj. 1546, við frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðarsjóð launa, framlenging hlutabótaleiðar. Flutningsmenn ásamt mér eru hv. þingmenn Ólafur Þór Gunnarsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson.

Breytingartillagan lýtur að því að verið er að samræma dagsetningar varðandi skilyrðin sem koma fram í viðkomandi frumvarpi. Í fyrsta lagi, með leyfi forseta:

„Í stað orðanna „1. janúar 2022 og til að ráðstafa ekki til hluthafa með arðgreiðslu, lækkun hlutafjár eða kaupum eigin hluta hagnaði sem myndast á rekstrarári, sem hefst 1. janúar 2020 eða síðar, fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. janúar 2023“ í 3. málsl. 3. tölul. 4. efnismgr. 2. tölul. komi: 31. maí 2022.“

Í öðru lagi:

„Í stað orðanna „1. janúar 2023“ í 2. málsl. 9. efnismgr. 2. tölul. komi: 31. maí 2022.“

Þessi breytingartillaga við fyrri breytingartillögu miðar að því að samræma þessar dagsetningar. Það voru aðrar dagsetningar varðandi þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fyrirtæki geti farið hlutabótaleið. Það þótti eðlilegra að það væri samræmt en ekki væri verið að klippa þessar dagsetningar í sundur og hafa þær mismunandi. Það gæti valdið ruglingi og engin ástæða til annars en að samræma þær. Ég lýk þá máli mínu.