151. löggjafarþing — 110. fundur,  9. júní 2021.

fasteignalán til neytenda.

791. mál
[13:32]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Rökin sem eru færð fyrir þessu máli eru þau að þetta snúist allt um þjóðhagsvarúð. Gott og vel. Það getur vel verið að það sé tilfellið. En sá möguleiki er til að þetta geti orðið til þess að takmarka aðgengi efnaminna fólks að fasteignalánum. Það er ekki víst að svo sé. En vegna þess að þetta orkaði tvímælis, og er ekki algjörlega ljóst í mínum huga að þetta muni endilega skila þeim tilætlaða árangri sem lagt er upp með, ætla ég að sitja hjá í þessu máli. Það er ekki þannig að ég sé beinlínis á móti því en ég er heldur ekki alveg sannfærður um rökin með því og það er ákveðin hætta þarna.