139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[20:24]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Hann kom líka inn á það í ræðu sinni áðan að helstu breytingarnar fælust m.a. í auknu lýðræði með beinni aðkomu íbúanna, sem er ánægjuefni. Því langar mig að spyrja hæstv. ráðherra hvort það hafi komið til tals, af því að ég hef ekki rekið augun í það, þegar sveitarfélög, en eru oft fáir einstaklingar í sveitarstjórnunum, taka ákvarðanir um mikil fjárhagsleg útgjöld eða stórar framkvæmdir að hugsanlega yrði þá miðað við ákveðna prósentu íbúa úr atkvæðagreiðslu um málið eða skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélagsins þannig að íbúarnir gæfu heimild til að fara í slíkar framkvæmdir. Hefur það komið til tals eða er það að finna í þessu frumvarpi?