150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

afbrigði.

[21:24]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Svo háttar til með 9. dagskrármálið að of skammt er liðið frá útbýtingu breytingartillögu á þskj. 1567, sem útbýtt var áðan. Þarf því að leita samþykkis fyrir því að taka breytingartillöguna á dagskrá.

Afbrigðin skoðast samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum. Enginn hreyfir andmælum og það er samþykkt. Má tillagan þá koma fyrir fundinn.