135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:17]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í stjórnarskránni er einkarétturinn varinn og tryggður vegna þess að við byggjum á kerfi sem byggir á eignarrétti. Eftir því sem þessi lánstími er lengri, þeim mun nær komumst við eignarréttinum sem er grundvöllur hagvaxtar okkar og hagkerfis. Með því að stytta hann niður í 35 ár erum við að gera þetta meira að sameign, meira að ríkiseign sem ég og flokkur minn, sérstaklega ég, ég tala ekki fyrir flokkinn, er alfarið á móti. En þetta er í stefnu flokksins, ég get því sagt þetta. En ég greiði atkvæði gegn því að stytta tímann niður í 35 ár. Ég hefði viljað sjá þetta hærra, jafnvel 99 ár, vegna þess að þá nálgumst við meira einkaeignarréttinn sem er grundvöllur þjóðskipulags okkar. Ég segi nei.