135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:21]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Greidd eru atkvæði um tillögu um að aflétta vernd á vatnsaflsvirkjunum sem eru undir 10 megavöttum í stað 7 megavatta sem frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Þetta þýðir að selja má tvær öflugar virkjanir í landinu, annars vegar Andakílsvirkjun í Borgarfirði og hins vegar Mjólkárvirkjun. Ég segi nei.