135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

lokafjárlög 2006.

500. mál
[16:32]
Hlusta

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Miðað við það hvernig umræðan gengur á hinu háa Alþingi á síðustu starfsdögunum tel ég einsýnt að við gætum ekki tekið þetta verklag upp með svo skömmum fyrirvara. Málin eru þæfð fram og aftur þannig að við þurfum mjög langan tíma til að ganga frá einföldustu málum. Ekki er því útlit fyrir að hægt sé að verða við þeirri ósk sem hv. þingmaður bar upp.