145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

leiðrétting þingmanns.

[14:45]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Þetta er hálfgerð sneypuför. Ég verð að koma hingað og biðja hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra afsökunar. Ég sagði að hún hefði rangt fyrir sér, að það þyrfti lagabreytingu til að breyta þakinu í fæðingarorlofslögunum, en það er þannig að ef á að hækka þakið dugir reglugerð.

Mér til málsbóta vil ég segja að ég hef tvisvar staðið að hækkun fæðingarorlofsþaksins og í bæði skiptin var það gert með lagabreytingu. En ég bið hæstv. ráðherra innilegrar afsökunar á að hafa sakað hana um rangfærslur.