Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 111. fundur,  24. maí 2023.

aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026.

978. mál
[16:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Stefán Vagn Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar og ég vil bara segja það hér, þó að ég hafi kannski ekki fengið beina spurningu, að ég tek heils hugar undir með hv. þingmanni með mikilvægi Minjastofnunar. Við deilum þeirri sýn og þeirri nálgun. Ég get líka tekið undir það, og geri það heils hugar, að það er mikilvægt þegar við förum að vinna þetta verkefni áfram í stjórnkerfinu að þessar raddir og þessar áhyggjur og þessar áherslur sem hv. þingmaður kom með í sínum andsvörum fái að heyrast inni í ráðuneytinu og menn reyni að fylgja þeim eftir eins og kostur er við vinnslu málsins. Ég er algerlega sammála hv. þingmanni í því og tek brýningunni. Sá sem hér stendur skal beita sér fyrir því að svo verði í áframhaldandi vinnslu á þessu annars ágæta máli sem ég hlakka til að sjá verða að veruleika og raungerast núna á næstu misserum. Ég tek algerlega undir þetta og tek brýningunni um að fylgja þessu máli eftir, sem ég skal glaður gera.