136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

afgreiðsla þingmála o.fl.

[14:22]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Mér er ljúft og skylt að biðja hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur og aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í salnum afsökunar á þeim orðum mínum að þeir nenni ekki að vinna vinnuna sína. Mér hljóp kapp í kinn undir þeim yfirlýsingum og árásum sem við sátum hér undir og ég biðst forláts á því.

Mitt erindi var í rauninni það að segja að við ættum að geta lokið þessari dagskrá með góðu móti fyrir miðnætti miðað við þá dagskrá sem hér liggur fyrir og þá samstöðu sem er milli allra flokka og þingmanna á þinginu um fyrirliggjandi mál.