136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

náttúruvernd.

362. mál
[17:32]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka það fram að alla jafnan er ég afskaplega ánægð með sitjandi forseta. Hann fellir góða dóma í stjórn sinni á þinginu og er alltaf, mundi ég segja, réttsýnn og tekur tillit til allra aðstæðna. En núna varð hæstv. forseta verulega á í messunni og við það vil ég gera athugasemdir. Í þessu tilfelli getum við rætt sérstaklega fundarstjórn forseta vegna þess að það var alveg augljóst að hv. þm. Kjartan Ólafsson var á undan hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur og hann fékk ekki að njóta þess réttar síns að fá að ræða fundarstjórn forseta. Ég óska eftir því að hæstv. forseti taki það til vinsamlegrar athugunar að verða ekki á slík mistök aftur.