141. löggjafarþing — 112. fundur,  27. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[21:32]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mikil vinna hefur farið í tillögur og frumvarp um stjórnarskrá á þessu þingi sem því miður ná ekki fram að ganga. Þessi þröskuldur er of hár, það er mjög einfalt, og þess vegna get ég ekki greitt atkvæði með tillögunni. Ég tek eftir því, virðulegi forseti, að þeir sem samið var við til að ná upp þessum þröskuldi, sem fór upp í 40% úr 25%, greiða ekki atkvæði með þessari tillögu. Mér finnst það eftirtektarvert, virðulegi forseti.