150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025.

643. mál
[16:37]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ummælin sem hv. þingmaður vísar til um fatlaðar konur, sem féllu á bar hér í nágrenninu, voru ekki til þess fallin að rýra þeirra hlut, fyrst þingmaðurinn spyr sérstaklega um það. Það hefur komið fram.

Ég ætla mér ekki að setjast í dómarasæti yfir öðrum um hvernig þeim hefur gengið að fóta sig, hvorki áður né eftir. Ég vek athygli á því, fyrst að þetta mál er hér til umræðu, sem er náttúrlega efni í langa umræðu sem ég ætla ekki út í hér, að tveir úr þessum hópi hurfu af þingi um þó nokkurn tíma. Þeir fengu ofanígjöf frá svokallaðri siðanefnd þingsins.

Ég veit ekki hvað ég á að segja annað um það, ekki nema að ég ítreka að auðvitað eiga allir að taka ábyrgð á sjálfum sér fyrst og fremst. Søren gamli Kierkegaard sagði einhvern tímann, með leyfi forseta, að ef menn brynnu í skinninu að breyta heiminum ættu þeir að byrja á einhverju nærtæku, þ.e. sjálfum sér.

En eins og ég segi, ég er ekki þess umkominn að dæma aðra fyrir eitthvað sem þeir hafa gert eða þeim er ætlað að hafa gert. Ég tel mig ekki vera þess umkominn. En þeir sem telja sig þess umkomna þeir gera það náttúrlega og gera það þá væntanlega með góðri samvisku.