150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[17:48]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð nú að játa að ég er í minni hluta hér, ég hef aldrei verið aðstoðarmaður sjálfur, en oft hefði mér ekki veitt af aðstoðarmanni.

Tökum ímyndað dæmi af stjórnmálamanni sem af einhverjum ástæðum missir fótanna í fjármálum og verður jafnvel háður einhverjum, ekki endilega fjármálastofnun heldur kannski auðmanni um fyrirgreiðslu. Þessi stjórnmálamaður er þá kannski í aðstöðu til að taka ákvarðanir og hafa áhrif á löggjöf og jafnvel ráðherra, hann fær fyrirgreiðslu hjá auðmanni sem hefur síðan aðgang að þessum stjórnmálamanni í gegnum þessa fyrirgreiðslu. Þetta er bara ímyndað dæmi. Eins og málum er háttað núna, eins og búið er um hnútana í þessu, myndi slíkt fara undir radar? Fara leynt?