151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

tilkynning.

[10:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseta hefur borist eftirfarandi dagskrártillaga og eftirfarandi bréf:

„Ég undirritaður geri það að tillögu minni, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta þingfundar verði:

1. Stjórn fiskveiða, 855. mál, lagafrumvarp frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, 1. umr., ásamt öðrum dagskrármálum sem forseti Alþingis leggur til.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf ritar Helgi Hrafn Gunnarsson.

Þegar tillagan barst í gærkvöldi var fundur ekki ályktunarhæfur þannig að samkvæmt hefð og reglum kemur tillagan til atkvæða í upphafi næsta þingfundar, þ.e. þessa fundar sem nú hefur verið settur.