151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

dagskrá næsta fundar.

[10:57]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Svona dagskrártillaga gerir tvennt; annars vegar sýnir hún landsmönnum í atkvæðagreiðslu í þingsal hvar vilji manna liggur raunverulega, sem er gott og lýðræðislegt. Það er gott fyrir landsmenn að sjá það. Það er „gegnsæismómentið“. Hitt er það að vegna þess að þingmenn hérna inni sjá að landsmenn munu sjá þeirra raunverulega vilja í málinu þá skapar það pólitískan þrýsting á að ná málinu mögulega í gegn. Er það ólíklegt? Já. Er það mögulegt? Já, auðvitað er það mögulegt. Þegar þeir sjá að það er á þeirra ábyrgð að 700 sjómenn missa vinnuna eða fá ekki vinnu þá getur það auðvitað skapað pólitískan þrýsting til að klára málið. Þannig að þetta er gott og lýðræðislegt verkfæri til að varpa ljósi á hvar ábyrgðin liggur og mögulega ná í gegn þeim breytingum sem þarf að ná í gegn. Svona virkar lýðræðið vel.