139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

staðan að lokinni Icesave-atkvæðagreiðslu.

[10:44]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef alla tíð, fyrir og eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, haldið þannig á málum eins og ég tel að sé best og hagkvæmast fyrir íslensku þjóðina, eins og ég vænti að hv. þingmaður sjálfur hafi gert eftir sinni samvisku. Ýmsir þeir sem voru í nei-hópnum hafa sagt að dómstólaleiðin gæti falið í sér áhættu þó að þeir styddu hana. Það var fólgin áhætta í báðum þessum leiðum hvort sem það var nei eða já en ég mat það eins og margir aðrir að já-leiðin væri betri kosturinn, það mundi eyða meiri óvissu að fara þá leið en nú hefur verið farin. En hv. þingmaður þarf ekkert að óttast, ég tala eins og ég tel að sé best og hagkvæmast fyrir þjóðina hverju sinni.