144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[15:03]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Áfram höldum við þessu strögli þó að uppi sé mikil óvissa úti í þjóðfélaginu og mikil mótmæli fari fram á Austurvelli kl. 5 í dag. Ráðamenn kjósa að halda þessu áfram hér inni á þingi og maður spyr sig: Er þetta hin fræga smjörklípa? Er hún komin í endurvinnslu hjá þessari ríkisstjórn frá fyrri tíð eða eru menn svo veruleikafirrtir að halda að þeir geti gengið fram hjá lögum um rammaáætlun og þjösnast áfram með þessa breytingartillögu í boði meiri hluta atvinnuveganefndar? Ég vona að að því komi að menn nái áttum en vil bara segja að við í minni hlutanum munum ekki leggjast flöt fyrir svona vinnubrögðum. Það þarf ekkert að bíða eftir því, við gerum það ekki.