150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025.

643. mál
[15:35]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Silja Dögg Gunnarsdóttir virðist ekki hafa hlustað á ræðu mína áðan þar sem ég sagði beinlínis, með leyfi forseta:

„Það er með öðrum orðum mjög mikilvægt að berjast gegn ofbeldi, og þá er kynferðisofbeldi að sjálfsögðu meðtalið.“

— Bara til að svara spurningu hv. þingmanns.

Svo verð ég nú að frábiðja mér svona delluframgöngu eins og hv. þingmaður sýnir hér þegar hún spyr þann sem hér stendur hvort hann sé afneitunarsinni. Orðið afneitunarsinni hefur í sögulegu samhengi helst verið notað um þá sem afneituðu helförinni á sínum tíma, jafn viðurstyggileg og sú nálgun í rökræðu var og getur verið. En að kalla þann afneitunarsinna sem setur fram efasemdir um allar þær hörðustu umræður og árásir tiltekins hóps, (Forseti hringir.) varðandi það hér sé allt í hers höndum og heimurinn á hverfanda hveli, er auðvitað ekki svaravert.