150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[16:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Kolbeinn Óttarsson Proppé) (Vg) (andsvar):

Forseti. Það er ánægjulegt að við getum verið að ræða bókanir okkar á milli á nefndarfundi hér í umræðu um þetta mikilvæga mál, en allt í góðu. Það er ekki meira skapandi notkun á tungumálum en svo, forseti, að ég lít á það að hafa samband sem annað en að taka til máls á nefndarfundi. Ef hv. þingmaður leggur annan skilning í orðin „að hafa samband“, þá erum við einfaldlega ósammála þar um.