151. löggjafarþing — 112. fundur,  11. júní 2021.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

561. mál
[11:05]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við styðjum að sjálfsögðu þetta mál en ég kem hingað upp til að hvetja stjórnvöld til að fjármagna með fullnægjandi hætti þá starfsemi sem fram fer á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þar sem nokkur hundruð börn bíða nú á biðlista sem telur um tvö ár. Tveggja ára bið eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börn með miklar þroskaskerðingar getur haft varanleg áhrif á líf og heilsu þeirra til frambúðar. Við verðum að gera betur þarna, herra forseti, kæri þingheimur, en að sjálfsögðu styðjum við málið.