135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

atvinnuréttindi útlendinga o.fl.

338. mál
[14:39]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Erlent fólk hefur aðgang að íslenskum vinnumarkaði með ákveðnum skilyrðum.

Í fyrsta lagi að það komi af hinu Evrópska efnahagssvæði.

Í öðru lagi á að skilyrða aðkomu annars fólks með þeim ákvæðum sem hér er verið að lögfesta og hver skyldu þau vera? Það er að hafa háskólapróf upp á vasann eða hafa einhverja tiltekna menntun sem það getur veifað. En fólki sem ekki hefur prófgráðuna er samkvæmt lögum meinaður aðgangur að Íslandi.

Þetta finnst mér vera brot á mannréttindum og greiði atkvæði gegn þessari lagagrein.