150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[15:49]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þetta mál en tökum undir breytingartillögur minni hluta. Þetta snýst um tvennt, annars vegar að hafa fælandi áhrif á fólk sem hyggst nota aðstöðu sína til að greiða götu einhverra hagsmunaafla, jafnvel til þess að hagnast sjálft á því. Og hins vegar um það, og það er ekki síður mikilsvert, að efla traust á stjórnmálum. Ég tel að með breytingartillögum minni hlutans verði svo búið um hnútana að það sé til þess fallið að efla enn frekar traust almennings á stjórnmálum. Ég hvet þingheim til að styðja þær tillögur.