151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

ávana- og fíkniefni.

644. mál
[13:18]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leyfa ræktun á iðnaðarhampi sem byggist á vinnu starfshóps heilbrigðisráðherra. Landbúnaðarráðherra verður falið að setja reglugerð um innflutning á fræjum til að rækta iðnaðarhamp og eins og hefur komið fram er þetta ekki iðnaðarhampur sem fellur undir ávana- eða fíkniefnaplöntu heldur nytjaplöntu. Iðnaðarhamp má nýta í byggingarefni, fatnað, pappír, matvæli o.fl. og ég tel að með ræktun á iðnaðarhampi séu fleiri tækifæri til fjölbreytni í landbúnaði. Þetta getur verið góð búbót í þeim efnum svo að ég styð málið.