Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 113. fundur,  30. maí 2023.

Innheimtustofnun sveitarfélaga.

896. mál
[17:06]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða breytingartillögu vegna breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga, verkefnaflutning til sýslumanns. Í 2. umr. um málið í síðustu viku kom hv. þm. Gísli Rafn Ólafsson hér upp og vildi koma inn breytingu á frumvarpinu er varðar breytingu á barnalögum, um greiðslu meðlags til rétthafa sem búsettir eru erlendis. Við höfum tekið snúning á þessu máli í nefndinni og það er miðað við að heildarendurskoðun laganna hefjist strax við gildistöku þessara laga og stefnt er að framlagningu nýs frumvarps um innheimtu meðlaga eins fljótt og kostur er. Vil ég vísa þessari hugmynd inn í þá vinnu og ég tek undir þessar breytingartillögur hv. þingmanns, að þær verði teknar til skoðunar ásamt því að heildarendurskoðun fari fram, en að öðru leyti legg ég þessa breytingartillögu fram óbreytta.