154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

útlendingar.

722. mál
[15:43]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allsh.- og menntmn. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið. Ég er algerlega sammála ég. Mér er ekki vel við hugtakið inngilding, svo ég segi það bara hér og nú. Ég tel að við séum hér að þýða raunverulega hugtakið „inclusion“, sem er það að taka einhvern inn í ákveðinn hóp. Nú hef ég búið erlendis og verið með annan fótinn erlendis. Ég mun aldrei verða Norðmaður, ég er Íslendingur í Noregi. Ég held að útlendingar sem hingað koma verði ekki Íslendingar, ekki fyrsta kynslóð, og það að taka einhvern inn í ákveðinn hóp, sem „inclusion“ felst í — það er miklu frekar hugtakið „integration“ sem ætti við. Við ættum að huga að íslensku góðu orði yfir það, þá erum við að integrera fólk inn í samfélagið þannig að það taki virkan þátt. Það er hugtakið sem er notað á hinum Norðurlöndunum eins og í Noregi, „integrering“. Það er hugtakið sem við eigum að horfa frekar á heldur en „inclusion“, það er miklu erfiðara að fá fólk inn í hópinn í staðinn fyrir að vera virkt í samfélaginu, integrerað inn í samfélagið sem virkir þátttakendur. Ég er algerlega sammála því að þetta orð er gripið núna í þessari umræðu sem ég átti ekki von á og ég tel að við hefðum betur sleppt því og við eigum frekar að tala um þessi atriði sem eru hér undir; virkni (Forseti hringir.) á vinnumarkaði, viðeigandi húsnæði og einhvers konar íslenskukunnáttu. (Forseti hringir.) Ég vona að við fáum kannski seinna meir góða skilgreiningu á þessu orði. En ég tel að „integrering“ sé málið.