154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

útlendingar.

722. mál
[16:24]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allsh.- og menntmn. (Dagbjört Hákonardóttir) (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég fagna bara umræðu um það hvernig við viljum gera kröfur til kerfisins og hvaða aðbúnaði við viljum stilla upp þegar fólk kemur hér í leit að vernd og fær hana, nota bene, fær hana og óskar eftir því að búa til grið fyrir fjölskylduna. Þá finnst mér mjög eðlilegt og málefnalegt að við séum með einhver skilyrði. Mér finnst það mjög eðlilegt. En biðtími er ekki eitt af þeim skilyrðum sem ég held að séu til þess fallin að búa hér til farsæla inngildingu og að hér fari fram farsæl sameining. Ég vil líka benda á það að samkvæmt mínum heimildum er biðtími sem skilyrði ekki þekkt nema í fimm af 36 Evrópulöndum, þ.e. þessum löndum sem við berum okkur saman við. Það er fyrir mér til þess fallið að segja langa sögu. (Forseti hringir.) Þetta er kannski ekki besta skilyrðið sem við getum fundið og við eigum ekki styðja það í þessu frumvarpi.