140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:36]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég er með einfalda spurningu í ljósi andsvars hv. þingmanns. Það er hárrétt að sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri hafa almennt bent á að þetta muni veikja landsbyggðina. Spurning mín er: Af hverju vill ríkisstjórnin með þessu máli veikja landsbyggðina og af hverju halda stjórnarliðar því gagnstæða fram, að þetta muni ekki veikja landsbyggðina?