144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[15:29]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við verðum að fara svolítið varlega í að þenja út lyfjahugtakið og fara með þetta allt undir lög og reglur. Er trönuberjasafi lyf? Eigum við að segja það?

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að til að kallast lyf þá þarf einhver vara að fara í gegnum mjög, mjög strangan og mikinn feril, alls konar prófanir og hvað þetta heitir allt saman. Þannig að ég veit ekki. Eru lýsispillur lyf? Ætlum við að setja reglur um það? Það vita allir að það er ekkert hollt að gúffa í sig lýsispillum endalaust. Ég er frekar á þeirri línu að fara varlega í það að teygja lyfjahugtakið eða teygja reglur um hvað má og hvað má ekki lengra en nauðsyn er — ja, ég veit ekki hvort þetta sé nauðsyn, ég dæmi náttúrlega mína nauðsyn. Fólk verður þá að leggjast í rannsóknir á þessu og við verðum að sjá hvað verður undir þeirri regnhlíf. Mín regnhlíf er ábyggilega minni en margra í því hvað fella eigi undir lög og reglur og öryggi og heimildir og hvað megi gera og klukkan hvað og hvenær megi auglýsa og hvenær ekki.