144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[17:02]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að ef við samþykkjum þetta svona séum við komin of langt í aðra áttina til þess að geta síðan farið á þann stað sem mér finnst skynsamlegur. Ég held að með því annaðhvort að geyma þetta mál eða ná markmiðinu með því að fara í hina áttina, eins og ég lýsti í ræðunni áðan — ég segi þetta af því að ég held að upplýsingatækninni hafi fleygt svo fram að löggjöfin sé aðeins eftir á og ég held að það megi segja um fleiri mál, að löggjöfin hafi orðið á eftir. Ég fann ekkert um auglýsingar á internetinu, hvorki í reglugerð né fyrri lögum eða uppfærslu á fyrri lögum, þannig að ég held að það hafi orðið eftir og nú sé verið að líkja sjónvarpi við internet og þess vegna eigi að leyfa þetta, en ekki öfugt, bannað á internetinu af því að það er bannað í sjónvarpi.

Ég held að þau sjónarmið sem höfð voru uppi á þeim tíma sem lögin voru samþykkt eigi við enn þann dag í dag. Hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fór yfir það að margar af þeim áhyggjum sem snúa að lyfjalögum eru þær sömu nú og árið 1932. Ég held að þarna sé verið að horfa í ranga átt, að internetið ætti frekar að horfa á sjónvarpið en ekki öfugt.