145. löggjafarþing — 114. fundur,  22. maí 2016.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

777. mál
[23:02]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Allt frá því að hafist var handa við afnámsáætlun um losun gjaldeyrishafta í marsmánuði 2011 hefur verið unnið að því að minnka aflandskrónustabbann. Hann er núna helmingur af því sem hann var í upphafi. Það skref sem nú er stigið er í fullu samræmi við það sem lagt var upp með í upphafi og við í Samfylkingunni stóðum að. Í samræmi við þá afstöðu styðjum við þetta mál og teljum rétt að stíga það skref að þrengja ráðstöfunarheimildir aflandskrónueigenda, nú þegar mýmörg tækifæri hafa gefist fyrir þá til að fara með eignir úr landinu.

Fulltrúi okkar í nefndinni, hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir, rakti athugasemdir okkar að öðru leyti áðan en við í Samfylkingunni munum styðja þetta mál.