149. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2019.

umferðarlög.

219. mál
[15:05]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég lýsti í ræðu minni hef ég ákveðnar efasemdir um þessa leið. Ég velti þó reyndar fyrir mér hvort við gætum farið einhverja millileið og miðað við grunnskólaaldurinn. Mér skilst að það sé oft erfitt fyrir skóla að setja skólareglur og annað um að allir ættu að vera með hjálma, en þetta gæti kannski hjálpað eitthvað til í þeim efnum. En auðvitað er þetta fyrst og fremst uppeldisatriði og okkar fullorðna fólksins að vera fyrirmyndir í þeim efnum og það skiptir miklu máli. Ég tek undir þær vangaveltur sem hv. þingmaður hefur viðrað.