149. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[17:19]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurningarnar. Eins og ég sagði í ræðu minni er þetta stefna og hún hugsuð sem algjör grunnur. Það á að fara í að gera undirflokka stefnunnar eða aðgerðaáætlanir og þar verða tekin fyrir t.d. öldrunarmál, heilabilun, mönnun og aðrir mikilvægu þættir.

Vonandi verður gott samráð og fólk fær að koma að þeirri vinnu og við fáum að sjá það mjög fljótlega. Ég er bara ekki sammála hv. þingmanni. Við sameinuðust um það að vissu leyti í nefndarvinnunni að við teldum ekki rétt að vera að bæta inn í stefnuna öllum þeim atriðum þegar við vitum að það eru að koma aðgerðaáætlanir. Það er það helsta sem ég vil segja.