151. löggjafarþing — 114. fundur,  12. júní 2021.

veiting ríkisborgararéttar.

867. mál
[23:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Páll Magnússon) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar. Allsherjar- og menntamálanefnd bárust 109 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþingi 151. löggjafarþings en skv. 1. mgr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum. Meiri hlutinn leggur til að umsækjendum á 15 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni. Nöfnin 15 eru talin upp hér í frumvarpinu, en hefðum og venjum samkvæmt geri ég ekki lengri ræðu um þetta.